Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Víkingafélagið Völundr fundar á þriðjudögum
Miðvikudagur 29. janúar 2014 kl. 09:45

Víkingafélagið Völundr fundar á þriðjudögum

Víkingafélagið Völundr heldur fundi á þriðjudögum kl. 20:00 í Listasmiðjunni á Ásbrú. Næstkomandi þriðjudag, þann 4. febrúar, munu vel vanir einstaklingar mæta og kenna nokkur handbrögð.

Hægt verður að fá leiðsögn í spjaldvefnaði og vattsaumi (nálbindingu), og fyrir þá sem hafa áhuga á bardögum þá verða nokkur grunnspor kennd. Heitt á könnunni. Allir velkomnir!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024