Víkingafélag stofnað á Suðurnesjum
Fundur annað kvöld, þriðjudaginn 23. júlí.
Um þessar mundir er verið að stofna Víkingafélag Suðurnesja en á fyrsta fund félagsins mættu 13 manns sem allir hafa áhuga á menningu Víkinga. Annar fundur félagsins verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 23. júlí kl. 20:00 í Listasmiðjunni á Ásbrú sem er staðsett við hlið þjónustukjarnans að Keilisbraut 773.
Þeir sem hafa áhuga á að gerast meðlimir í Víkingafélaginu eru hvattir til þess að mæta á fundinn en skipulagning félagsins er enn að taka á sig mynd. Félagið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á list, handverki og menningu Víkinga.
Svipuð félög eru til víðast hvar á landinu og hélt Einherjar, Víkingafélagið í Reykjavík nýlega víkingahátíð í Reykjavík í fyrsta sinn.