Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 1. ágúst 2001 kl. 10:34

Viðurkenningar fyrir fallega garða í Reykjanesbæ

Viðurkenningar fyrir fegurstu garða Reykjanesbæjar voru afhentar á Kaffi Iðnó síðastliðinn mánudag. Skúli Skúlason afhenti viðurkenningarnar sem að þessu sinni fóru til eigenda tveggja íbúðarhúsa og eins fyrirtækis.
Gunnar Már Edvardsson og Sigurjón Þórðarson völdu fallegustu garðana fyrir hönd skipulags- og bygginganefndar eftir ábendingum frá íbúum Reykjanesbæjar. Sjöfn Valgeirsdóttir, íbúi að Kirkjuvegi 30 fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegt og vel viðhöldnu húsi og garð í eldra hverfi. Guðbjörg Friðriksdóttir og Hólmkell Gunnarsson fengu viðurkenningu fyrir snyrtilegt hús og fallegan, vel gerðan garð að Freyjuvöllum 11. Að lokum hlaut söluumboð Heklu að Njarðarbraut 13 viðurkenningu fyrir fallegt hús og snyrtilegan frágang á húsi og lóð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024