Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Viðurkenningar fyrir falleg hús og garða
Föstudagur 18. júlí 2008 kl. 10:42

Viðurkenningar fyrir falleg hús og garða

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í gær voru veittar viðurkenningar Reykjanesbæjar 2008 fyrir hús og garða.
Veittar voru sjö viðurkenningar:

Steinás 33    Ólöf Sigurrós Gestsdóttir og Hjalti Örn Ólason. Viðurkenning fyrir sérstakt umhverfi þar sem holtið rennur inní fallegan garðinn og góðan frágang á húsi.



Smáratún 5     Bryndís Björg Guðmundsdóttir og Arnar Þór Sigurjónsson. Viðurkenning fyrir mjög fallega lóð. Á lóðinni er hæsta greintré í Reykjanesbæ.

Týsvellir 1    Þórunn Sigurðardóttir og Grétar Ólason. Viðurkenning fyrir sérlega vel við haldið hús og garð.

Kjarrmói 18-20     Nr.18 Karólína M. Þorleifsdóttir og Nr. 20 Ágústa Þorleifsdóttir og Kristófer Þorgrímsson. Viðurkenning fyrir skemmtilega samsetningu á fjölærum plöntum, fallega lóð og gott samræmi beggja húsa.

Melteigur 24    Anna Andrésdóttir og Jón Valgeir Skarphéðinsson. Viðurkenning fyrir vel uppgert gamalt hús og garð.

Klettatröð    ÍAV Þjónusta. Hús 2314. Viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi.

Framnesvegur 21. Plastgerð Suðurnesja. Viðurkenning fyrir vel uppgert gamalt hús og snyrtilegt umhverfi.



Meira um viðurkenningarnar í næsta tölublaði VF, 30.tbl.

Myndir teknar við afhendingu viðurkenninganna og mynd af Steinás 33.

Myndir-VF/IngaSæm