Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Viðurkenning fyrir frumlegar auglýsingar
Fulltrúar kvennaliðs Grindavíkur í knattspyrnu, Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Margrét Albertsdóttir og Þórkatla Albertsdóttir.
Fimmtudagur 2. janúar 2014 kl. 09:03

Viðurkenning fyrir frumlegar auglýsingar

Á kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ársins í Grindavík á gamlársdag fékk kvennalið Grindavíkur í knattspyrnu viðurkenningu fyrir frumlegar og skemmtilegar auglýsingar á heimaleikjum liðsins í sumar.

Markaðssetning leikja og íþróttaviðburði getur skipt miklu máli. Stelpurnar í Grindavíkurliðinu eru frumlegar og skemmtilegar og hönnuðu sínar eigin auglýsingar þar sem skemmtanagildið var haft að leiðarljósi. Þetta sló í gegn, auglýsingarnar voru hnitmiðaðar og skemmtilegar og vöktu mikla athygl enda var aðsókn á leikjum í sumar góð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá nokkur dæmi um auglýsingar kvennaliðsins: