Video: Léku samfleytt í fimm tíma
Lúðrasveit B við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar stóð í gær að maraþontónleikum í húsnæði tónlistarskólans. Tónleikarnir voru til styrktar utanlandsferð sem Lúðarsveit B heldur í síðar í mánuðinum. Lúðrasveitin lék samfleytt frá kl. 17 í gær til 22.
Góð mæting var á tónleikana og lék lúðrasveitin tónlist við allra hæfi, allt frá íslenskum þjóðlögum til vinsælla rokklaga eins og „Final Countdown.“
Í lok júnímánaðar heldur Lúðrasveit B til Svíþjóðar þar sem hún tekur þátt í Gautaborgarfestival sem er ein stærsta Lúðrasveitahátíðin á Norðurlöndum.
Video: Sjá myndbrot frá maraþontónleikum Lúðrasveitar B
[email protected]