Video: Klassart í hljóðveri
Hljómsveitin Klassart var stofnuð í nóvember 2006 og gaf út sína fyrstu plötu 2007. Systkinin Fríða Dís, Pálmar og Smári Guðmundsbörn skipta Klassart og nú þenja þau raddir og strengi í studíói í Hafnarfirði með hjálp Keflvíkingsins Kristins Jónssonar. Víkurfréttir heimsóttu þau í hljóðver á dögunum þar sem þau ræddu um nýju plötuna, hvernig hún verður til og við fáum að heyra tóndæmi.