Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Video: Í minningu um Kanaútvarpið
Föstudagur 2. júní 2006 kl. 17:21

Video: Í minningu um Kanaútvarpið

Útvarpsstöð varnarliðsins hætti í gær útsendingum sínum á miðbylgju eftir nær 55 ára starfsemi. Útvarpsmaður varnarliðsins kvaddi hlutstendur og þakkaði Íslendingum samfylgdina í rúm fimmtíu ár. Viðstaddur var Rúnar Júlíusson, rokkari Íslands en Kanaútvarpið hafði mikil áhrif á tónlist hans og vinsælustu hljómsveitar Íslandssögunnar, Hljóma frá Keflavík.

„Ég byrjaði að vinna á Keflavíkurflugvelli 17 ára og þá sem leigubílstjóri. Þorbjörn Kjærbo, þáverandi formaður knattspyrnuráðs Keflavíkur reddaði mér og Gunnari Þórðar vinnu á vellinum. Við áttum mörgu góð ár hér með Kananum sem lék öll bestu lögin í poppi, rokki, sól og kántríi“, sagði Rúnar skömmu eftir að útsendin KO 104,1 Kanaútvarpsins hætti að heyrast. Ítarlegt viðtal var við Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 þar sem hann spjallaði um kanaútvarpið. Páll Ketilsson, fréttamaður tók Rúnar með á Völlinn í til að kveðja útvarpið sem margir Íslendingar hafa hlustað á í hálfa öld. Innslagið úr Íslandi í dag er komið hér inn í lengri útgáfu, tæplega 9 mínútur.

Video: Kanaútvarpið þagnar.

Fréttamaður: Páll Ketilsson
Myndataka og klipping: Hilmar Bragi Bárðarson og Páll Ketilsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024