Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Við eigum ekkert pláss til að geyma allt þetta drasl“
Jasmina með snjókarlinum sem bráðlega fær heimili í kofanum.
Föstudagur 22. desember 2017 kl. 05:00

„Við eigum ekkert pláss til að geyma allt þetta drasl“

-Jasmina missti sig í jólaskreytingum og eiginmaður hennar íhugar að panta kofa út í garð til að geyma jólaskrautið

„Ég sagði við Einar, manninn minn, fyrir stuttu síðan að ég ætlaði að fara í Costco og kaupa mér hreindýr,“ segir Jasmina Crnac sem skreytti húsið sitt hátt og lágt fyrir hátíðirnar í ár.

„Ég hef aldrei nokkurn tímann skreytt svona mikið áður, en ég missti mig gjörsamlega núna. Ég er ekki í neinum prófum í ár,“ segir Jasmina í samtali við Víkurfréttir, en hún er stjórnmálafræðinemi við Háskóla Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég ætlaði fyrst bara að fá mér hreindýrið, en svo bætti ég snjókarlinum og jólatrénu við. Þetta komst akkúrat fyrir inn í bíl. Svo átti ég nánast ekkert jólaskraut heldur svo ég fór í Nettó þegar það var afsláttur og verslaði nánast allt þar.“

Jasmina segist þó ekki hafa áttað sig á því að á heimilinu væri lítið pláss til þess að geyma allt þetta skraut. „Einar er búinn að íhuga að panta kofa út í garð. Við eigum ekkert pláss til að geyma þetta drasl,“ segir hún og hlær. „Hann er búinn að redda einhverjum afslætti og svona.“

Skrautið í garði Jasminu og fjölskyldu hefur vakið athygli nágrannanna en fyrir stuttu síðan var Jasmina vör við það að hópur leikskólabarna og kennara var mætt í skoðunarferð fyrir utan húsið þar sem börnin dáðust að skrautinu. „Mér fannst það alveg dásamlegt. Við kannski gengum aðeins of langt með þetta,“ segir hún hlæjandi. „Ég fæ svona flugur í hausinn og framkvæmi þetta bara. En það er voða jólalegt hjá okkur núna.“

Aðspurð hvort jólaskreytingarnar verði nú árlegar segir Jasmina það aldrei að vita. „Ég á örugglega bara eftir að bæta einhverju við þetta á næsta ári.“

[email protected]