Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Við áramót: Sissi fór loksins á skeljarnar
Mánudagur 31. desember 2018 kl. 08:00

Við áramót: Sissi fór loksins á skeljarnar

Hjá fjölskyldu Fríðu Stefánsdóttur var einu sinni alltaf farið í áramótaleik þar sem allir skrifuðu niður áramótaheit sem var svo skoðað ári seinna til að gá hvernig til hafi tekist.
 
Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu?
Sissi maðurinn minn fór loksins á skeljarnar og trúlofuðumst við núna í nóvember. Ég fékk nýja vinnu sem deildastjóri við Sandgerðisskóla en ég hef verið kennari þar í tíu ár. Svo náði ég líka inn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum en þar hafa verkefnin verið mörg og þá sérstaklega í kringum sameininguna. Það sem stóð líka upp úr er árangur stjúpbarna minna. Elsti strákurinn útskrifaðist og hóf nám við Háskólann á Akureyri og elsta stelpan útskrifaðist sem stúdent núna í desember úr FS. Þetta árið fermdist líka næst yngsta stelpan og yngsta skottan er alltaf að slá í gegn í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.  2018 var í alla staði alveg frábært og afreksmikið ár.    
 
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018?
Ég byrjaði í nýrri vinnu og hóf lokaáfangann í meistaranámi mínu MPA í opinberri stjórnsýslu. Ég byrjaði líka í Alpha gym sem er klárlega ein besta ákvörðun 2018. Frábær staður sem ræktar mann að innan sem utan. Alveg æðislegt starfsfólk. 
 
Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? 
Leiðinlegt hvað neikvæðar fréttir sitja lengur í manni en ég verð að nefna að Klausturmálið hafi verið það fréttaefni sem situr hvað mest í mér. 
 
Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu?
Klárlega að Reynismenn unnu alla leikina sína í sumar og urðu Íslandsmeistarar í 4. deild karla.  
 
Hvað ætlar þú að borða um áramótin? 
Ég bara veit það ekki. Ég er í mat hjá tengdó um áramótin og hefur matseld þeirra aldrei klikkað. Júlla og Jón Bjarni eru algjörir snillingar í eldhúsinu. 
 
Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? 
Hjá fjölskyldu minni var einu sinni alltaf farið í áramótaleik. Allir skrifuðu niður eitt áramótaheit og svo voru þau lesin upp ári seinna og giskaði þá hver og einn, á það hvað hver hafði sett sér sem áramótaheit síðast.  
 
Strengir þú áramótaheit?
Nei ég get ekki sagt það. En ég er mjög dugleg í markmiðasetningu og set mér lengri og styttri tima markmið regulega. Svo er bara stærsta markmiðið að læra af hverjum degi og alltaf að horfa fram á veginn. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024