Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF spjall við dúxinn í FS: Trúin er stór þáttur í mínu lífi
Laugardagur 7. janúar 2012 kl. 14:36

VF spjall við dúxinn í FS: Trúin er stór þáttur í mínu lífi

Jóel Rósinkrans Kristjánsson útskrifaðist með glæsibrag frá Fjölbrautaskóla Suðunesjanna á dögunum. Hann fékk verðlaun fyrir góða árangur frá Íslenska stærðfræðifélaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Jóel fékk gjöf frá Danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku og hann fékk auk þess viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í hagfræði, hagfræði og viðskiptafræði, bókfærslu, þýsku og stærðfræði. Jóel fékk að lokum 100.000 kr. styrk úr skólasjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.

Lítur á skólann sem vinnu

Jóel hefur verið að vinna samhliða skólanum hjá N1 í Hafnarfirði. Hann segir lykilinn að góðum námsárangri sé að vera samviskusamur í náminu, læra jafnt og þétt og fyrst og fremst að hafa trú á því sem að maður er að gera. Það skiptir miklu máli að hafa gott viðhorf gagnvart náminu og líta á skólann sem vinnu. „Að liggja yfir bókunum endalaust er ekkert endilega aðferðin og það var eitthvað sem ég gerði aldrei,“ segir Jóel en hann er ekki enn búinn að ákveða hvað hann ætlar sér að læra og það mjög gott að hafa nokkra mánuði til þess að ákveða hvað maður vill læra í háskólanum. Hann ætlar sér að vinna fram á næsta haust en líklega mun hann þá hefja nám í Háskóla Íslands.

Hann fer fer mikið í sund og þá sérstaklega í gufuna í Keflavík. En meðal annara áhugmála Jóels eru Guð, fótbolti og tónlist. „Trúin á Jesú Krist er mjög stór þáttur í mínu lífi og ég sæki kirkju í Reykjavík sem heitir Betanía.“ Hann hefur einnig mjög gaman að fylgjast með fótbolta og er Manchester United maður. „Ég elska tónlist og ég hlusta bara á kristilega tónlist.

Jóel segist klárlega vera sterkastur í stærðfræðinni og í hagfræði- og viðskiptafræði. „Ég myndi segja að ég væri veikastur í sögu og síðan ensku, miðað við einkunnirnar í tungumálunum,“ segir hann hógvær. Hann segist vel sjá fyrir sér að starfa við stærðfræðina í framtíðinni, það finnist honum skemmtilegasta námsgreinin.

Þegar blaðamaður spyr hvað hann ætli sér að gera við peningana sem hann hlaut frá skólasjóði þá er ljóst að þeir munu koma að góðum notum. „Ég ætla leggja þennan pening fyrir og ég hef verið að spara svolítið undanfarið. Ég ætla mér til Bandaríkjana í sumar og svo byrjar háskólinn næsta haust. Þessi peningur mun koma sér vel fyrir mig.“

Hvað með allar bækurnar sem þú hlaust að gjöf, munu þær koma að notum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þær munu klárlega koma að notum og þetta eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar bækur. Sumar nýtast manni betur en aðrar og höfða meira til manns. Mikið af þessu er mjög fróðlegt en ég á enn eftir að glugga almennilega í þær.“

Nokkrar laufléttar spurningar voru lagðar fyrir Jóel að lokum:

Eftirlætis:

Skyndibitinn
Subway


Bókin
Biblían


Tónlist
Kristileg tónlist, Casting Crowns


Kvikmynd
The Great Escape


Sjónvarpsþættir
Chuck


Drykkur
Malt og appelsín, sérstaklega um hátíðarnar


Matur
Hamborgarahryggurinn hennar mömmu


Íþróttamaður/Lið
Paul Scholes og auðvitað Manchester United


Hlutur
Nýja úrið mitt sem ég fékk í útskriftargjöf


Flíkin
16 skyrturnar í fataskápnum mínum


Mynd: Jóel fyrir miðju ásamt foreldrum sínum