Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF Spjall: „Langar að gráta þegar ég sé fiðrildi“
Laugardagur 5. maí 2012 kl. 13:56

VF Spjall: „Langar að gráta þegar ég sé fiðrildi“



Sólný Sif Jóhannsdóttir er 15 ára stúlka úr 10. bekk Holtaskóla sem æfir og þjálfar fimleika. Sólný er liðsmaður Skólahreystsiliðs skólans sem á dögunum náði ótrúlegum árangri þegar sigur vannst annað árið í röð í Skólahreysti. Í sumar ætlar Sólný að þjálfa fimleika og æfa vel sjálf. Einnig verður kannski farið til útlanda en annars ætlar hún að vera með vinum sínum og njóta sumarsins. Víkurfréttir tóku létt spjall við Sólnýju á dögunum.?


Hvað kom til að þú ákvaðst að taka þátt í Skólahreysti?
„Ég tók fyrst þátt í 8. bekk og gekk ekkert voðalega vel, þannig ákvað að taka þátt aftur í 9 bekk og ætlaði mér þá að ganga betur og það gekk eftir.

Hver eru áhugamál þín?

„Fimleikar.“

Hvernig æfðir þú fyrir Skólahreysti?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Fer fimm sinnum á viku á fimleikaæfingar, þrjá klukkutíma á dag, fór svo alltaf fjórum sinnum í viku í ræktina beint eftir skóla.“

Hvað ætlarðu að læra og í hvaða skóla ferðu í haust?
„Ég fer í Fjölbrautaskóla suðurnesja, og verð á íþróttabraut.“

Eitthvað sem fáir vita um þig?

„Er svo hrædd við fiðrildi, langar að gráta þegar ég sé þetta kvikindi!“

Hlutir sem eru í eftirlæti hjá Sólnýju:

Matur - Spagettí, klárlega

Drykkur - Pepsi

Tónlist - Æi engin spes, hlusta alltaf bara á tónlistina sem er á Fm957

Kvikmynd - Step brothers og Blades of glory, get horft á þær endalaust!

Sjónvarpsþáttur - Friends og Jersey shore

Skyndibiti - Ostborgari á Njarðvíkursjoppu!

Flík - Fimleikabolirnir

Hlutur - Síminn minn, fer hvergi án hans

Bókin - Allar bækur með Bryndís Jónu Magnúsdóttur