VF Spjall „Gæti hugsað mér að búa í Ástralíu“
Ágústa Valgeirsdóttir er 24 ára nemi við VIA háskólann í Horsens, Danmörku en þar hefur hún búið síðastliðin þrjú ár. Hún stundar nám í Global Business Engineering sem er fjögurra og hálfs árs nám til bachelor gráðu. Hún segir það mjög gaman að búa í Danmörku, en Horsens er eins konar háskólabær og finnst henni gaman að kynnast fólki allsstaðar að úr heiminum. Í Horsens er einnig stór hópur af Íslendingum enda er skólinn búinn að vera duglegur að kynna sig á Íslandi. Ágústa hefur eignast mjög marga góða vini í Danmörku og segir háskólafólkið vera líkt og ein stór fjölskylda. Ágústa mun útskrifast í janúar 2013 en hefur ekki enn ákveðið hvort hún muni koma heim eða prófa eitthvað nýtt, það muni allt koma í ljós seinna.
Á seinustu önn fékk Ágústa skólastyrk til að fara til Sydney í Ástralíu í skiptinám. Það segir hún hafa verið stórkostlega upplifun og það hálfa ár sem hún dvaldi þar segir hún vera skemmtilegasta tíma lífs síns. Þar kynntist hún ástralskri menningu, sá kengúrur, kóalabirni, prófaði brimbretti og fór í fallhlífastökk. Hún segist vel geta hugsað sér að búa í Ástralíu en eini ókosturinn sé hversu langt það er í burtu.
Sumrinu ætla Ágústa að eyða á Íslandi. Vinur hennar frá Ástralíu kemur í heimsókn og ætlar hún að ferðast um Ísland ásamt nokkrum vinum. Planið er að heimsækja helstu túristastaðina og enda svo ferðina á Þjóðhátið í Eyjum. „Mín helstu áhugamál eru að ferðast bæði innanlands og utan. Ég hef alltaf þótt gaman af útivist en það nýjasta hjá mér er að fara á snjóbretti. Þó svo að það séu fá tækifæri til að fara á bretti í Danmörku þá fór ég með skólanum til Hamburg um daginn á inniskíðasvæði, sem var mjög skemmtileg upplifun.“
Ágústa hefur smekk fyrir:
Bitinn
„Ég get ekki sagt að ég borði oft skyndibita þannig að það er enginn einn í uppáhaldi. Mér finnst mjög gaman að elda og prófa eitthvað nýtt, þannig að mér finnst heimalagaður matur mun betri, ég tala nú ekki um matinn hjá mömmu og pabba.“
Bókin
„Það er mjög langt síðan að ég hef lesið bók, ég verð að láta skólabækurnar duga en ég las My sister's keeper eftir Jodi Picoult fyrir nokkru síðan og þótti hún mjög góð.“
Tónlistin
„Ég verð að segja að ég er alæta á góða tónlist. En það sem ég hlusta mikið á núna er söngkonan Adele, lagið Home með Edward Sharpe & The Magnetic Zeros og margt fleira sem kemur mér í gott skap.“
Þátturinn
„Nýjustu þættirnir sem ég er dottin í eru The Killing og Modern Family sem eru snilldar þættir, svo hefur Family Guy og Two and a Half Man alltaf verið í uppáhaldi.“
Kvikmyndin
„Síðasta góða myndin sem ég sá var The Next Three Days en það er engin ein sem er í uppáhaldi nema þessar sem flestum finnst góðar; Shawshank Redemption, Green Mile og Forest Gump.“
Vefsíðan
„Þessar helstu íslensku fréttavefsíður eins og mbl.is, visir.is og fleira, svo að sjálfögðu að því að ég er í skóla þá er google sjálfkrafa orðinn besti vinur minn. Svo kíki ég oft inn á facebook, youtube og flickmylife svo að eitthvað nefnt.“
Myndir: Frá dvöl Ágústu í Ástralíu
EJS