VF Spjall: „Átti að redda neyðarpillunni“
Benóný Harðarson 23 ára Grindvíkingur er að læra stjórnmálafræði í Háskóla Íslands, það segir hann segir án efa það skemmtilegasta sem hann hefur gert á ævinni. Benóný hefur í vetur starfað með skólanum sem framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og yngriflokka þjálfari einnig hjá körfuknattleiksdeildinni. „Ég var þar með þrjá flokka 7-9 flokk kvenna, þessar stelpur eru algjörir snillingar, í sumar verð ég svo í löndun hjá Þorbirni og fer svo á sjóinn á Hrafn GK frystitogara mjög líklega strax eftir sjómannahelgi, Ég hef gjarnan tekið 1-3 túra á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarna öll sumar síðan ég var 16 ára fyrir utan eitt sumar, svona skólastrákar eins og ég hafa gott að því komast á sjóinn og sjá hvernig alvöru karlmenn vinna.“
Mikið að gera í körfunni
Benóný stóð í ströngu í vetur en Grindvíkingar voru mikið í því að skipta um erlenda leikmenn í köfunni. „Það var oft ansi mikið að gera hjá mér í vetur því við fengum hvorki meira né minna en 11 útlendinga til okkar hér í körfunni og mikil vinna í kringum það, ég ákvað nú samt endanlega held ég að endurráða mig ekki næsta vetur þegar einn af könunum sendi mér sms í vetur og bað mig um að redda neyðargetnaðarvarnarpillu fyrir sig.
Það er ýmislegt Benóný brallar fyrir utan skóla og vinnu, hann er m.a í stjórn Politica sem er nemendafélag stjórnmálafræðinema og stendur hann í ströngu ásamt öðrum stjórnarmeðlimum að undirbúa næsta ár, en stjórnmálafræðinemar hafa það orð á sér að vera einstaklega skemmtilegir og er því nóg að gerast í skemmtanalífinu hjá þeim, að hans sögn. „Vísindaferðir hvern einasta föstudag og einhverja fimmtudaga á meðan skólinn stendur fyrir það er ekkert sem slær út háskólaárin er ég farin að hallast að. Ég er nú líka í stjórn körfuboltans og verð áfram þannig auðvitað heldur maður áfram að vinna í kringum það þó mun minna en síðasta vetur.“ segir Benóný.
Áhugamál sín segir Benóný fyrst og fremst íþróttir. Körfubolti auðvitað fyrst og fremst en einnig fylgist hann vel með fótboltanum hérna í Grindavík. „Maður er svo sem ekkert gríðarlega ánægður með stöðuna eins og hún er núna hjá okkur í fótboltanum en þetta kemur, ég er sannfærður um það. Stjórnmál eru líka stórt áhugamál, kannski ekki það áhugamál sem er rosalega gefandi í dag en það breytist vonandi í náinni framtíð.“
Benóný býr í Grindavík en vegna síhækkandi bensínsverðs sýnist honum það enda þannig að hann þurfi að flytja til Reykjavíkur eftir sumarið. Það sé svo sem engin óskastaða að flytja frá Grindavík en það sé kannski í lagi að prófa eitthvað nýtt þó það sé ekki lengra en í 101 Reykjavík. Hjúskaparstaðan er sú að hann býr með sjálfum sér þrátt fyrir að Mamma og Amma hans séu vissar um það að hann eigi í leynilegu ástarsambandi í Reykjavík. „Ég vona að með þessu blási ég á þær kjaftasögur,“ segir hann léttur í bragði.
Sumarið hjá Benóný fer að mestu leiti í vinnu en vonandi finnst tími til að ferðast með vinum og vandamönnum, jafnvel eyða nokkrum dögum í kjósinni í sumarhúsi foreldra sinna. Sjóarinn síkáti er þó fyrst á dagskrá og er spenningurinn fyrir þá helgi heldur betur farin að kvikna.
Markmiðin eru skýr og ljós hvað varðar framtíðaráform hjá Benóný. Hann ætlar sér að klára stjórnmálafræðina og fara svo í áframhaldandi nám. „Ég er en að bíða eftir að fá út úr síðustu prófum á nýliðinni önn en samt er ég farinn að hlakka til að byrja aftur enda ótrúlega skemmtilegt nám. Það er ekkert sem lífgar upp daginn jafn mikið og heyra góð skoðanaskipti í tíma eða utan hans á milli stjórnmálafræðinema, þar sem ég telst til friðarsinna þá hef ég tamið mér það að halda mig til baka þegar svo gerist.“
Benóný var tekinn í smá yfirheyrslu og spurður um nokkra af eftirlætishlutunum sínum.
Hlutur
„Ég held að ég eigi mér engan uppáhaldshlut ekki nema ég megi nefna tvær litlu frænkur mínar sem uppáhalds hlutina mína.
Tónlist
„Strákarnir í vinnunni vilja halda því fram að íslensk dægurlagatónlist eigi allan minn hug, það er líklegast rétt hjá þeim. Ég tek oft lagið fyrir þá við mismikla hrifningu viðstaddra.“
Kvikmynd
„Mér finnst Shawshank Redemption svakalega góð get horft á hana aftur og aftur.“
Þættir
„Ef að þættirnir eru hannaðir fyrir konur þá er nánast öruggt að ég horfi á þá, slæmt ég veit.“
Matur
„Mér finnst æðislegt þegar konan í lífi mínu (mamma) steikir góða nautasteik fyrir mig, það er toppurinn.“
Vefsíðan
„Ég er nú algjör netfíkill og heimsæki helstu fréttasíðurnar ásamt karfan.is og svo er facebook mikill tímaþjófur í mínu lífi.“
Bókin
„Þar sem námsbækurnar hafa átt hug minn allan í vetur hef ég lesið lítið undanfarið en góð spennusaga fyrir svefninn eftir Arnald eða Yrsu klikkar seint,“ segir Benóný að lokum.
[email protected]