Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF í 30 ár: Herrafyrirsætur frá 1992
Þriðjudagur 28. júní 2011 kl. 10:56

VF í 30 ár: Herrafyrirsætur frá 1992

Þeir eru sykursætir á þessum myndum strákarnir í Herrafyrirsætukeppni Suðurnesja árið 1992. Þarna eru nokkrir folar sem fólk ætti að kannast við og þar á meðal eru núverandi og fyrrverandi formenn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, þeir Gunnar Jóhannsson og Birgir Már Bragason.

Kristmundur Carter málari og slökkviliðsmaður með meiru er þarna og Lárus Gunnarsson flugmaður er töff í gallajakkanum. Þarna er svo Dr. Skúli Skúlason spengilegur á nærbuxunum.



Efst mynd er af Gunnari Jóhannssyni núverandi formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og svo eru keppendur allir saman á opnu sem birtist í Víkurfréttum 17. september árið 1992

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024