VF í 30 ár: Erfið staða hjá lögreglunni í Keflavík
Mikið var um brottfall hjá lögreglunni í Keflavík síðla ársins 1999 en fjallað er um alvarlega stöðu lögreglunnar í blaði Víkurfrétta sem kom út þann 16. september það herrans ár.
Þar greinir frá því að lögreglan þurfi að manna 9 stöður en á þessum tíma stóðu yfir deilur milli Lögreglufélags Reykjavíkur og dómsmálaráðuneytis um kaup og kjör lögreglumanna í Reykjavík.
Rætt er við Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn í VF og hann spurður hvort að reykjvískir lögregluþjónar munu sækja í störfin sem í boði séu á Suðurnesjum. „Ég á ekki von á því. Launin hér eru þau sömu og í Reykjavík,“ segir Karl m.a. Varðandi það hvað valdi brottfalli úr lögreglunni í Keflavík þá segir Karl að lögreglumenn sem liggi undir miklu aukavaktarálagi án þess að launa hækki eða stöðuveitingar fylgi þá sé óhjákvæmilegt að þeir leiti annað.
Lesa má greinina hér fyrir neðan