VF í 30 ár: Auðvelt að fá lán og skortur á byggingarlóðum
Fasteignasalar á Suðurnesjum voru sammála um að mikil hreyfing hafi verið á fasteignmarkaðinum árið 1999 þegar að Víkurfréttir tóku púlsinn á fasteignarmarkaðnum á Suðurnesjum í september það árið. Þá vantaði eignir til sölu í flestum sveitarfélögum og fólk af höfuðborgarsvæðinu sýndi þessum eignum mikinn áhuga. Þá tala menn um að auðvelt sé að verða sér út um húsnæðislán og skort á byggingarlóðum.
Auðvelt að fá lán til húsnæðiskaupa og skortur á byggingarlóðum
Sigurður Ragnarsson hjá Eignarmiðlun Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir á þessum tíma að fólk væri mjög spennt fyrir svæðinu sem Heiðarskoli þjónar. Guðlaugur H. Guðlaugsson hjá Fasteignasölunni Stuðlaberg sagði allt of lítið byggt miðað við eftirspurn.
Leigumarkaðurinn var erfiður á þessum tíma að sögn fasteignasala og sögðu þeir að fólk færi frekar út í það að kaupa heldur en að leigja þar sem leiga var há á þessum tíma.
Lesa má greinina sem birtist í Víkurfréttum þann 16. september hér að neðan.