Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verslunarskólinn styður söfnun með styrktarsýningu
Mánudagur 11. mars 2013 kl. 17:46

Verslunarskólinn styður söfnun með styrktarsýningu

María Ósk Kjartansdóttir hefur látið sig varða rannsóknir á arfgengri heilablæðingu, því sjálf hefur hún sjúkdóminn og hefur tekist á við heilablóðfall og afleiðingar þess. Til þess að afla fjár til rannsókna á sjúkdómnum hefur hún ráðist í safnanir af ýmsum toga og fengið til liðs við sig kraftmikið fólk.

Nú er María Ósk að ráðast í söfnun í þriðja sinn og núna í samvinnu við Verslunarskóla Íslands. Nemendafélag skólans setur upp söngleikinn V.Í. Will Rock You.

Söngleikurinn gerist við suðupunkt góðæris íslensku þjóðarinnar sem segir sögu bankamanna, erlendra ráðgjafa og síðast en ekki síst bráðfyndinna vina sem flæktust óvart inn í þetta allt saman. Þessi saga verður sögð undir stórkostlegum lifandi flutningi á öllum bestu Queen lögunum. Þessi bráðskemmtilega sýning er fyrir alla fjölskylduna og býður upp á grípandi dansatriði og skemmtilega sögu sem kitlar hláturtaugar allra sem hana sækja.

Listrænir stjórnendur eru allir fremstir á sínu sviði: leikstjóri er Björk Jakobsdóttir, Stella Rósenkranz er danshöfundur sýningarinnar og Hallur Ingólfsson sér um krefjandi tónlistarstjórn þessa stórkostlega söngleik.

María Ósk fór á sögnleikinn á dögunum og fannst sýningin stórgóð og fékk þá flugu í höfuðið að hugsanlega gætu aðstandendur sýningarinnar viljað leggja góðu máli lið. Hún setti sig því í samband við leikstjórann sem vísaði henni á formann nemendamótsnefndar. Þar var María Ósk boðuð á fund og styrktarsýning var ákveðin.

Sýningin verður í Austurbæ í Reykjavík nk. fimmtudag kl. 20:00. Miðaverð er 2500 krónur. Miðasala er á miði.is.

Þeir sem ekki komast á sýninguna en vilja leggja rannsóknum á arfgengri heilablæðingu lið geta sett framlag á reikning sem hefur verið stofnaður fyrir söfnunina. Reikningurinn er 0542-14-403403 (kt. 201186-3829).
 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024