Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verslunarmannahelgin: Þórsmörk uppáhaldsstaðurinn
Laugardagur 1. ágúst 2015 kl. 09:54

Verslunarmannahelgin: Þórsmörk uppáhaldsstaðurinn

-Gunnhildur Gunnarsdóttir


„Stefnan er tekin á uppáhalds staðinn minn, Þórsmörk. Ferðafélagarnir eru ekki af verri endanum þetta árið, mamma, pabbi og kærastinn. Þá er planið auðvitað að njóta náttúrunnar, fara í gönguferðir og hafa það huggulegt“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir aðspurð um plön fyrir verslunarmannahelgina.


Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?


„Góð verslunarmannahelgi einkennist af góðum hópi fólks. Ekki er verra ef veðrið er gott, grill með og góður matur. Mér finnst eiginlega skylda að fara í útilegu þessa helgi, það er ómissandi.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?


„Ætli það sé ekki verslunarmannahelgin 2010. Þá fórum við fjölskyldan saman á þjóðhátíð, fyrsta þjóðhátíðin okkar systra. Það var einstök upplifun og frábært að hafa mömmu og pabba með.
“