Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verslunarmannahelgin: Í Las Vegas með góðu fólki
Mánudagur 6. ágúst 2012 kl. 08:00

Verslunarmannahelgin: Í Las Vegas með góðu fólki

Ásdís Rósa Gunnarsdóttir er stödd í Bandaríkjunum um verslunarmannahelgi þar sem hún stundar hnefaleika. Hún minnist verslunarmannahelga með sérstakri hlýju og finnst einhvern veginn alltaf vera gleði og gott veður um þessa miklu ferðamannahelgi.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Þessari verslunarmannahelgi eyði ég í Las Vegas með góðu fólki við æfingar og keppni í hnefaleikum.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Ég man alltaf sérstaklega eftir ferðunum sem farnar voru með fjölskyldunni þegar ég var yngri. Hvort sem það var útilega, berjatínsla eða veiðiferð. Það var einhvern veginn alltaf gott veður og nóg af gleði.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmanahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi? Útilega, ullarpeysa, grillmatur, varðeldur og gott fólk.
Í ár læt ég mér nægja góða fólkið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024