Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verslunarmannahelgin: Fjölskyldan fór í lítinn veiðikofa
Föstudagur 3. ágúst 2012 kl. 14:00

Verslunarmannahelgin: Fjölskyldan fór í lítinn veiðikofa

Einara Lilja Kristjánsdóttir starfar í Njarðvíkurskóla en hún er hásnyrtimeistari að mennt. Hún verður á unglingalandsmótinu á Selfossi um helgina með manni sínum ásamt þremur dætrum þeirra.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Við fjölskyldan ætlum að skella okkur á unglingalandsmótið á Selfossi.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Það er æskuminning þar sem ég og fimm systkini mín ásamt foreldrum fórum alltaf um verslunarmannahelgi í mjög lítinn veiðikofa sem við áttum við Vesturhópsvatn og þar var alltaf gaman að vera.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi, er eitthvað ómissandi um þessa helgi?
Vera í góðum félagsskap og algjörlega ómissandi að fá gott veður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024