Verslunarmannahelgin: Farangrinum stolið og sofið í íþróttahúsi
Sólveig Silfá Karlsdóttir segir að brenna við Þingvalla sé alveg ómissandi um verslunarmannahelgi en þessa helgina ætlar hún að vera á unglingalandsmótinu á Selfossi með fjölskyldunni.
Hvað á að gera um verslunarmannahelgina?
Við fjölskyldan ætlum að breyta til og fara núna á unglingalandsmótið. Það er mikil tilhlökkun hjá okkur fyrir því.
Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Mín eftirminnilegasta verslunarmannahelgi er eflaust þegar ég fór til Eyja 1996. Það var kolvitlaust veður, tjaldið okkar fauk, farangrinum var stolið og ég svaf í íþróttahúsinu alla helgina.
Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmanahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Það sem einkennir góða helgi er að sjálfsögðu að vera í kringum gott fólk, gott veður og góðan mat. Foreldrar mínir eiga bústað við Þingvallavatn og þar er alltaf brenna á laugardeginu og við ætlum einmitt að renna þangað því hún er eiginlega ómissandi.