Verslar jólagjafirnar í Bónus
Sigbjörn Hlynur Guðjónsson eða Bjössi eins og hann er kallaður, er 23 ára gamall og stundar nám við Háskóla Íslands. Þar er hann að læra þroskaþjálfann en er einnig útskrifaður sem IAK einkaþjálfari.Eftir að Sigbjörn kláraði prófin er hann aðallega að vinna í garðinum heima, gróðursetja fiskbein og lauk. Einnig liggur hann oftast í rúminu fram að hádegi og ímyndar sér að hann sé á Dalvík.
Fyrstu jólaminningarnar?
Þegar ég vaknaði einn fallegan jólamorgun og systkini mín voru búin að setja “Chucky” dúkkuna sem ég hræddist mjög mikið undir sængina mina og ég grét öll þau jól. Aðrar hressar minningar sem ég man eftir eru t.d. þegar ég fékk roðjakka í jólagjöf frá Baldri frænda mínum og neon inniskó.
Jólahefðir hjá þér?
Ég vakna alltaf kl 8 og fer út á bryggju og gef öllum sjómönnum high-five. Á hádegi á aðfangadag skelli ég mér svo í roðjakkan og neon inniskóna og þá má segja að jólin séu komin.
Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Já, mamma eldar oftast íkornakássu og ég sé um að smakka. Mér er líka treyst fyrir því að blanda rúðupissi og malti saman í stóra könnu.
Jólamyndin?
Ég verð að segja heimildarmyndin um Ágúst eldklof
Jólatónlistin?
Lagið sem kemur mér alltaf í jólagírinn er klárlega lagið með vini mínum og sundgrallaranum Einari Júlíussyni Sérð þú það sem ég sé. Ég blasta þetta í vasadiskóinu mínu alla daga mánuði fyrir jól.
Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Rosalega mikið í Bónus. Fæst allt þar ýsuflök, saltstangir, pokemonmyndir, refahnúar og barbíteyjur. Einnig ef ég er heppinn rekst ég á ódýran kjötbor.
Gefurðu mikið að jólagjöfum?
Allt of margar. En þær eru svo ódýrar að þetta sleppur. Dýrasta gjöfin verður samt klárlega karrýstrípurnar í hausinn á pabba.
Ertu vanafastur um jólin?
Já t.d. hendi ég mér alltaf í roðjakkan og neoninniskóna, þá koma jólin hjá mér. Hef það líka fyrir sið að baða fætur mína uppúr kálsoði.
Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Klárlega roðjakkinn og neoninniskórnir. Aðrar eftirminnilegar gjafir eru t.d. skæri, oststykki, penni, 500ml af vaselini og svanapizza.
Hvað langar þig í jólagjöf?
Stóra flökunarvél og svarta rúllukragapeysu
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Mamma eldar yfirleitt hina víðfrægu íkornakássu og svo klikkar rúsínupizzan aldrei einnig Wolfganghrygg af krúnurakaðari spætu.