Verður Reykjanesbær víkingabær í stað Hafnarfjarðar?
Víkingar voru nokkuð áberandi á meðal gesta á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Hópur vígalegra víkinga hafði slegið upp búðum á hringtorgi við DUUS-húsin og stundaði þar meðal annars eldsmíði á fornan máta. Fram eru komnar hugmyndir um landnámsþorp eða víkingaþorp á Fitjum í tengslum við framtíðarstað víkingaskipsins Íslendings.Verði víkingaþorpið að veruleika má gera ráð fyrir að víkingahátíðir flytjist frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar í framtíðinni. Eitt er víst að víkingarnir krydduðu mannlífið í miðbæ Keflavíkur í dag. Meðfylgjandi mynd tók Jóhannes Kr. Kristjánsson á víkingaslóðum í dag.