Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verður að vinna um páskana
Eyrún Ösp, til hægri, ásamt dóttur sinni.
Laugardagur 19. apríl 2014 kl. 10:00

Verður að vinna um páskana

- og ætlar að njóta þess.

Eyrún Ösp Ingólfsdóttir er verkefnastjóri í málefnum fatlaðra hjá Reykjanesbæ. Hún verður að vinna yfir páskana og ætlar að hafa gaman að því. Eyrún gefur fjögur páskaegg í ár. „Sjálfa langar mig karamellupáskaegg,“ segir hún og blikkar auga. 

Nú nálgast sumarið og Eyrún spáir góðu sundlaugasumri. „Ég ætla að ferðast um okkar yndislega Ísland. Vestfirðirnir eru á óskalistanum. Á sumrin reyni ég að fara sem mest í bústað og hef líka bara reynt að nota alla góðu dagana í eitthvað skemmtilegt, ferðast, grilla, fara í laugarnar og hitta góða vini.“ Hún segir það besta við íslenska sumarið hvað allt verður aðislegt. „Útilegur, bústaðarferðir, grill og potturinn. Getur ekki klikkað!“ 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024