Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verður að vinna í sjúkraskýlinu í Dalnum
Föstudagur 4. ágúst 2017 kl. 13:00

Verður að vinna í sjúkraskýlinu í Dalnum

Guðný Birna Guðmundsdóttir svarar verslunarmannahelgarspurningum VF

Guðný Birna Guðmundsdóttir
 
Hvert á að fara um verslunarmannahelgina í ár?
Um verslunarmannahelgina er ég að fara til Vestmannaeyja. Ég er sem sagt hjúkrunarfræðingur og er að fara að vinna í sjúkraskýlinu í Dalnum ásamt frábærum félögum mínum, Soffíu Kristjánsdóttur hjúkrunarfræðingi og Jóhönnu Andreu Markúsdóttur læknaritara. Við ætlum að eyða helginni í að hlúa að þjóðhátíðargestum.
Í fyrra þegar við fórum var veðrið hreint út sagt frábært, hiti og sól allan tímann þannig að við vonum að sólin leiki sama leik nú í ár.
 
Hvert hefur þú farið í ferðalög í sumar?
Ég ferðast voðalega lítið á sumrin bæði innanlands og erlendis hreinlega vegna anna í störfum mínum. Ég er hinsvegar að fara til Spánar í september og hlakka mikið til. Það er líka praktísk pæling að vera ekki að fara erlendis á sumrin þegar maður er snjóhvítur með rautt hár.
 
Hvernig ferðalög ertu að stunda? Ferðu í sumarbústað eða í ferðavagna?
Ég er miklu frekar fyrir það að fara í sumarbústaði frekar en í einhvers konar ferðavagna, tala nú ekki um ef það er heitur pottur sem fylgir.
 
Hefur þú verið heppin með veður á ferðalögum þínum í sumar?
Sumarið í ár hefur nú ekkert verið hreint æðislegt hvað varðar gott veður en maður þarf bara að vera sólríkur í hjartanu sínu í staðinn. Mér finnst til dæmis æðislegt að eyða deginum í Reykjavík að labba um og fá sér eitthvað að borða og sitja úti. Það er svo mikið um ferðalanga í höfuðborginni okkar að manni finnst hvort eð er eins og maður sé erlendis.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024