Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verðlaun veitt í Stærðfræðikeppni grunnskólanna
Frá verðlaunaafhendingu síðasta fimmtudag.
Mánudagur 3. apríl 2017 kl. 10:31

Verðlaun veitt í Stærðfræðikeppni grunnskólanna

Tilgangur keppninnar meðal annars að efla áhuga nemenda á stærðfræði

Stærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 14. mars síðastliðinn. Þátttakendur voru 119 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Nemendur mættu í FS klukkan 14:30 og fengu pizzu og gos. Keppnin sjálf hófst síðan klukkan 15:00 og stóð til 16:30. Ragnheiður Gunnarsdóttir stærðfræðikennari sem hafði umsjón með keppninni eins og undanfarin ár.

Verðlaunaafhendingin fór síðan fram fimmtudaginn 30. mars. Þar mættu tíu efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal. Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja gáfu verðlaunin.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 krónur, fyrir annað sætið 15.000 krónur og 10.000 krónur fyrir það þriðja. Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafiskan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja.

Flensborgarskólinn hélt fyrst stærðfræðikeppnir fyrir grunnskólanema vorið 1996 og síðan hafa fleiri framhaldsskólar bæst við. Tveir háskólanemar í stærðfræði sömdu dæmin sem voru lögð voru fyrir í keppninni. Tilgangurinn með keppninni er að auka samstarf við grunnskólana og efla áhuga nemenda á stærðfræði.

Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 56.


1. sæti var Stefán Ingi Víðisson Heiðarskóla  


2. sæti var Eyþór Ingi Einarsson Gerðaskóla


3. sæti var Alexander Viðar Garðarsson Myllubakkaskóla


4. sæti var Bjarni Hrafn Hermannsson Myllubakkaskóla


5. sæti var Haflína Maja Guðnadóttir Háaleitisskóla


6. til 12. sæti voru þessir í stafrófsröð: Birgir Örn Guðsveinsson Holtaskóla, Gabríel Goði Ingason Háaleitisskóla, Gabríel Már Elvarsson Holtaskóla, Gabríel Orri Karlsson Myllubakkaskóla, Gabríella Sif Bjarnadóttir Stóru-Vogaskóla, Jóel Helgi Reynisson Akurskóla og Lovísa Gunnlaugsdóttir Heiðarskóla.

Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 38.
Jafnar í 1.-2. sæti voru systurnar Guðbjörg Viðja Pétursdóttir og Sigurbjörg Erla Pétursdóttir úr Stóru-Vogaskóla  

3. sæti var Birgitta Rós Ásgrímsdóttir Heiðarskóla 


4. sæti var Elva Rut Björnsdóttir Heiðarskóla

5. sæti var Helgi Snær Elíasson Njarðvíkurskóla 


6.-11. sæti voru voru þessir í stafrófsröð: Benóný Einar Færseth Guðjónsson Holtaskóla, Bernard Geir Lindberg Ásgeirsson Akurskóla, Birna Hilmarsdóttir Holtaskóla, Daníela Dögg Harðardóttir Grunnskólanum í Sandgerði, Jenný Geirdal Kjartansdóttir Grunnskóla Grindavíkur, Kolbrún Eva Pálmadóttir Akurskóla.

Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 25.


1. sæti var Glóey Hannah Holtaskóla.


2. sæti var Ólafur Þór Gunnarsson Holtaskóla


3. sæti var Bergur Daði Ágústsson Heiðarskóla


4. sæti var Marcelina Owczarska Myllubakkaskóla


5. sæti var Magnús Guðjón Jensson Holtaskóla


6.-11. sæti voru þessir í stafrófsröð: Hafþór Árni Hermannsson Njarðvíkurskóla, Margrét Ír Jónsdóttir Myllubakkaskóla, Rósa Lind Árnadóttir Myllubakkaskóla, Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir Holtaskóla, Svava Rún Sigurðardóttir Heiðarskóla, Þorvaldur Máni Danivalsson Heiðarskóla.