Veltibíll, hoppukastalar og bómullarís
Njarðvíkurskóli heldur sína árlegu vorhátíð í dag. Margt skemmtiegt er boði fyrir nemendur skólans í tilefni þess, þar á meðal veltibíllinn, hoppukastalar, fjaðursegl, vítaspyrnu- og körfuboltakeppni og svo mætti lengi telja. Foreldrafélagið sér um sölu á, bómullarís, grilluðum pylsum og gosi.
Við tókum þessar myndir af skrúðgöngunni sem var farin nú í morgun um Njarðvík. Lagt var af stað frá Njarðvíkurskóla og krakkarnir voru í miklu fjöri og sungu "Áfram Njarðvík!"
VF Myndir/Magnús.