Velferðarsjóður barna niðurgreiðir leikjaskóla
- innritun lýkur í dag kl. 13-16 að Hringbraut 108 í Keflavík.
Seinna námskeið Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur hefst þann 6. júlí nk. og stendur til 24. júlí. Innritun á námskeiðið lýkur í dag 2. júlí en hægt era ð innrita börn á námskeiðið nú eftir hádegið kl. 13-16. Námskeiðið er fyrir börn fædd 1998-2003.
Gjaldið fyrir þriggja vikna námskeið er 3500 krónur en Velferðarsjóður barna styrkir Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur og niðurgreiðir námskeiðsgjaldið, sem annars hefði verið 7000 krónur.
Farið er í gönguferðir, frjársjóðsleit, hjólreiðaferðir, sund, leiki, íþróttir og fleira. Innritað er í félagsheimili Keflavíkur Hringbraut 108.
Upplýsingar og dagskrá er að finna á heimasíðu Keflavíkur.
Dagskrá námskeiðsins verður dreift við innritun.