Veldu besta Ljósalagið 2008 á bylgjan.is
Nú stendur yfir netkosning á ljósalögunum fimm sem valin voru af 40 lögum sem bárust í keppnina um titilinn Ljósalagið 2008.
Hægt er að hlusta á úrslitalögin og kjósa sigurlagið til miðvikudagsins 30. júlí kl. 24.00.
Úrslit verða tilkynnt daginn eftir og þá kemur í ljós hvert Ljósalagið 2008 verður og um leið hver höfundur lags og texta er.
Lögin fimm eru í stafrófsröð:
1. Á hægri ferð eftir XJ6
2. Djúpt eftir Venus
3. Ég sá ljós eftir Góðærisbræður
4. Í faðmi Ljósanætur eftir Laxdal
5. Rokk og ról eftir Stuð