Vel tekið á móti Höllunum við lok ferðar
Haraldur Hreggviðsson og nafni hans Helgason luku í dag verkefninu „Hjólað til heilla". Þar með höfðu þeir lagt af baki 1411 kílómetra á 12 dögum en tilgangur ferðarinnar var að safna fé til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Hópur fólks hjólaði með þeim síðasta spölinn í dag en ferðinni lauk við höfuðstöðvar Samtaka krabbameinssjúkra barna þar sem vel var tekið á móti þeim félögum. Söfnunin hefur gengið vel en hún er í nafni Lionklúbbs Njarðvíkur þar sem Hallarnir eru félagar. Símanúmer söfnunarinnar verður opið enn um sinn en með því að hringa í númerið 901-5010 færast 1000 krónur á símareikning viðkomandi í söfnunina. Á Facebbok síðu „Hjólað til heilla" er hægt að skoða ljósmyndir frá ferðinni. Mynd: Haraldur Helgason, Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SKB, Haraldur Hreggviðsson og Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri SKB.