Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel sóttur draugafyrirlestur í 88 húsinu
Mánudagur 26. apríl 2004 kl. 14:59

Vel sóttur draugafyrirlestur í 88 húsinu

Mikill áhugi var á fyrirlestri Magnúsar Skarphéðinssonar formanns Sálarrannsóknarfélagi Íslands sl. laugardagskvöld í 88 Húsinu en þar fræddust 65 ungmenni um dulræn mál, drauga og fleira.
Efnið þótti áhugavert og hélt Magnús óskiptri athygli unglinganna í 4 tíma en að fyrirlestrinum loknum spunnust athyglisverðar umræður um lífið, dauðann og Guð. Aldurstakmark var á fyrirlesturinn og máttu þeir sem höfðu lokið námi í 10. bekk hlýða á fyrirlesturinn.


Myndin: Magnús Skarphéðinsson ekkert svo draugalegur að flytja fyrirlestur um drauga sl. laugardagskvöld í 88 húsinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024