Vel sóttir tónleikar í Útskálakirkju
Jólatónleikar þeirra Svavars Knúts, Röggu Gröndal og Kristjönu Stefánsdóttur í Útskálakirkju í gærkvöldi voru vel sóttir. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af útgáfu jóladisksins „Eitthvað fallegt“.
Það var íbúi í Garði, Kristín Júlla Kristjánsdóttir, sem fékk tónlistarfólkið til að koma í Garðinn og halda umrædda tónleika á aðventunni. Kristín hafði upphaflega ætlað að halda stofutónleika heima hjá sér fyrir jólin sem síðan þróuðust yfir í þessa vel sóttu tónleika í kirkjunni í gærkvöldi.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri.