Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Laugardagur 3. febrúar 2001 kl. 05:06

Vel sótt sýning

Sýning á myndum af Keili var opnuð á Bókasafni Reykjanesbæjar í dag. Margt var um manninn og virtust gestir kunna vel að meta það sem fyrir augu bar.

Sýningin er samvinnuverkefni Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfulltrúa, Bókasafns Reykjanesbæjar og Þroskahjálpar á Suðurnesjum.
„Sjö listamenn og einn áhugaljósmyndari verða með sýningu á verkum sínum, þ.e. Ásta Árnadóttir, Ásta Pálsdóttir, Eiríkur Árni, Íris Jónsdóttir og Sossa sem öll sýna málverk af Keili. Stefán Geir Karlsson mun sýna líkan af hugmynd sinni, sem er að setja húfu á Keili sumarið 2002“, segir Valgerður.
Úlfur K. Grönvold sýndi myndband af fjallinu og Hjálmar Árnason sýndi 30 ljósmyndir af Keili í ýmsum búningum. Hjálmar ekur Reykjanesbrautina á hverjum degi og hefur tekið umm 100 ljósmyndir af Keili sem sýna margbreytilega árstíðanna. Úrval þeirra mynda verður á sýningunni og verða þær seldar til fjáröflunar fyrir Þroskahjálp á Suðurnesjum.
Sýningin verður opin í mánuð á opnunartímum bókasafnins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024