Vel sótt hausthátíð Varnarliðsins
Fjölmargir lögðu leið sína á hausthátíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á laugardag. Stóra flugskýli Varnarliðsins var undirlagt af sölubásum, leiktækjum og ýmsum uppákomum. Fólk á öllum aldri lagði leið sína á hátíðina, enda vinsælt að fara á Völlinn og njóta "forboðinna ávaxta" sem sælgæti og skyndibiti varnarliðsins eru.Mikill kántrý-blær var á hátíðinni með heyböggum og tilheyrandi tónlist. Þá voru grasker í hverju horni. Meira um hausthátíðina í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Myndin: Slökkviliðshundurinn Sparky á spjalli við gesti hátíðarinnar. VF-mynd: Hilmar Bragi
Myndin: Slökkviliðshundurinn Sparky á spjalli við gesti hátíðarinnar. VF-mynd: Hilmar Bragi