Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel sótt Alfa-námskeið í Garði
Miðvikudagur 7. apríl 2004 kl. 11:36

Vel sótt Alfa-námskeið í Garði

Húsfyllir var á Alfa-námskeiði í Garðinum í gærkvöldi. Alfa eru skemmtileg og lifandi námskeið um kristna trú. Námskeiðin  byggjast upp á sameiginlegri máltíð, fyrirlestri, umræðu og stuttri samveru. Þau henta vel fyrir þá sem vilja kynna sér kristindóminn og heilaga ritningu á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Spurningar eins og - á kristin trú erindi við samtíð okkar? er Guð veruleiki? hvert er innhald kristindómsins? hvað segir kristin trú um þjáningu og dauða ? og fleiri tilvistarspurningar sem við öll glímum við eru meðal þess sem lagt er til grundvallar á Alfa námskeiðunum. Alfa er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og er námskeiðið um undirstöðuatriði kristinnar trúar. Reynt er að hafa námskeiðið í notalegu og afslöppuðu umhverfi og er kennslan sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.

 Alfa námskeið eru nú haldin í flestum kristnum kirkjudeildum í yfir 130 löndum um allan heim. Alfa hefur vakið gífurlega athygli enda hafa yfir fjórar milljónir sótt námskeiðið.  Alfa námskeið hafa verið haldin á Íslandi í nokkur ár og hefur þátttaka aukist á hverju ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024