Vel lukkaður fjölskyldudagur í Vogum
– sjáið svipmyndir frá hátíðarhöldum í Vogum
Íbúar í Vogum héldu sína fjölskyldudaga í síðustu viku og náði hátíðin hámarki sl. laugardag. Hátíðarhöld fóru m.a. fram í Aragerði.
Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessum myndum í Aragerði. Nánar verður fjallað um fjölskyldudagana í Víkurfréttum á fimmtudaginn og þá verða svipmyndir frá hátíðinni í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is og ÍNN.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson