Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel lukkað blúskvöld
Fimmtudagur 31. desember 2009 kl. 14:59

Vel lukkað blúskvöld


Nýlega var stofnað Blúsfélag Suðurnesja og var fyrsta blúskvöldið haldið skömmu fyrir jól á hinum fornfræga stað, Top of the Rock. Þótti vel til takast og er stefna félagsins að halda slík kvöld þriðja fimmtudag hvers mánaðar hér eftir þar sem bæði reyndir og óreyndir stíga á stokk.

Á fyrsta blúskvöldinu tróðu upp Strákarnir hans Sævars, skemmtileg hljómsveit sem hingað til hefur haldið sig í bílskúrnum. Var gerður góðum rómur af þéttu og áheyrilegu sándi sveitarinnar sem vonandi á eftir að sjást meira af í framtíðinni.
Næst á svið var Klassart, sem varla þarf að kynna nánar, enda hljómsveitin fyrir löngu búinn að skipa sér sess í tónlistarlífi landans. Blúsakademían með Tryggva Hubner í broddi fylkingar lauk svo kvöldinu og hreif salinn með sér með tilþrifamikilli spilamennsku.

Meðfylgjandi myndir eru frá kvöldinu.





Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024