Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 20. maí 2002 kl. 20:02

Vel heppnuð fjölskylduhátíð Samfylkingarinnar

Fjölskylduhátíð Samfylkingarinnar fór fram í dag fyrir utan kosningamiðstöð flokksins í Hólmgarði. Fjölmenn mæting var á hátíðina, en meðal þess sem boðið var uppá voru leiktæki fyrir börnin ásamt grilluðum pylsum og léttri söngskemmtun. Einnig var slökkviliðsbíll Brunavarna Suðurnesja til sýnis og fékk yngsta kynslóðin að skoða gripinn.Eins og áður sagði var fjölmenn mæting á hátíðina og kunnu bæjarbúar vel að meta þessa skemmtun jafnaðarmanna. Meðfylgjandi myndir voru teknar við Hólmgarð í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024