Vel heppnuð Brúðkaupsnótt í Frumleikhúsinu
Undanfarna tvo mánuði hefur hópur af áhugaleikurum og söngvurum verið á stífum æfingum í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ. Þar hefur verið unnið út frá spuna og persónusköpun og handrit skrifað út frá hugmyndum sem komu fram. Leikritið sem er í sjö stuttum þáttum hefur fengið nafnið Brúðkaupsdraumur og fjallar um misheppnuð stefnumót, vináttu og drauma.
Nokkur vel þekkt sönglög koma fyrir í verkinu enda mjög gott söngfólk hér á ferð. Óhætt er líka að segja að leikararnir hafi farið á kostum í gamni og alvöru.
Fram komu; Amanda Auður Þórarinsdóttir, Bjarni Valur Agnarsson, Davíð Már Guðmundsson, Ívar Egilsson, Lára Ingimundardóttir, Margeir Karlsson, Sóley Valsdóttir, Unnur Hafstein Ævarsdóttir ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur, Emil Freyssyni og Henning Emil Magnússyni sem jafnframt stýrðu verkefninu í ár.
List án landamæra er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Verkefnið er styrkt af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum.
VF-Myndir: VBP