Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vel heppnaður fjölskyldudagur hjá Stolt Sea Farm
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
sunnudaginn 20. nóvember 2022 kl. 07:23

Vel heppnaður fjölskyldudagur hjá Stolt Sea Farm

Um miðjan október var haldinn fjölskyldudagur hjá fiskeldinu Stolt Sea Farm Iceland í tilefni 50 ára afmæli fyrirtækisins. Þá var fjölskyldum og vinum starfsmanna boðið í heimsókn í fiskeldið á Reykjanesi og boðið var upp á veitingar.

Að sögn James Hall, þróunarstjóra Stolt Sea Farm, heppnaðist fjölskyldudagurinn einstaklega vel. „Margir starfsmenn hafa leitað til mín og sagt að fjölskyldur þeirra sendi kærar þakkir. Eitt það skemmtilega var að í lok dags komu nokkur börn og spurðu mig hvað þau þyrftu að gera til að geta starfað í fiskeldinu.“

Frá fjölskyldudeginum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stolt Sea Farm var stofnað í Noregi árið 1972 og er nú með starfsemi í fimm löndum. Starfsemi fiskeldisins hér á landi hófst 2012 og var reist á sjávarsíðunni við Reykjanesvirkjun en þar eru framleidd um 450 tonn af Senegalflúru á ári sem flutt eru út til Evrópu og Bandaríkjanna.