Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel heppnaðir fjölskyldudagar í Vogum
Miðvikudagur 21. ágúst 2024 kl. 13:27

Vel heppnaðir fjölskyldudagar í Vogum

Veðurguðirnir léku við íbúa í Sveitarfélaginu Vogum og gesti þeirra á árlegum fjölskyldudögum sem fram fóru í síðustu viku. Dagarnir eru ávallt haldnir aðra helgina eftir verslunarmannahelgi.

Fjölskyldudagar hófust með tónleikum í Háabjalla. Þar er skógarrjóður og skemmtilegt umhverfi til tónleikahalds. Brekkusöngur var á föstudagskvöldið en laugardagurinn er ávallt stærsti dagur hátíðarinnar.

Þá safnast fólk saman í Aragerði, skjólsælum garði í Vogum þar sem sett er upp svið og sölutjöld. Þar var dagskrá allan daginn og fram á kvöld þegar tónlistarveisla var á sviði og kvöldinu lauk svo á flugeldasýningu.

Á sunnudeginum var svo dagskrá við Kálfatjarnarkirkju. Meðfylgjandi myndir í myndasafninu neðar á síðunni voru teknar á hátíðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölskyldudagar í Vogum 2024