Veita verkefnastyrki og gera þjónustusamninga við menningarhópa
Menningarráð Reykjanesbæjar auglýsir í þessari viku eftir styrkumsóknum í Menningarsjóð Reykjanesbæjar. Annars vegar verða gerðir þjónustusamningar við menningarhópa og einnig verkefnastyrkir til menningartengdra verkefna.
Ákveðnu fjármagni verður varið í þjónustusamninga við menningarhópa í bæjarfélaginu árið 2017 eins og verið hefur. Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningarhópanna getur verið að ræða s.s. þátttöku í viðburðum, námskeiðahald o.fl. í þeim dúr gegn ákveðinni greiðslu.
Þá verður ákveðnu fjármagni verður varið í verkefnastyrki á árinu 2017 sem miða að því að hægt verði að fá fjármagn til einstakra menningarverkefna sem standa munu bæjarbúum til boða á árinu.
Nánari upplýsingar má nálgast í Víkurfréttum sem koma út í þessari viku.