Veigar gaf Sirrý nýra - geta nú farið saman út að hjóla
Keflvíkingarnir Sigríður Ragna Jónasdóttir, Sirrý og eiginmaður hennar, Veigar Margeirsson lágu saman á sjúkrastofu á Landspítalanum eftir vel heppnaða aðgerð þar sem eiginmaðurinn gaf konunni nýra. Það er ekki á hverjum degi sem hjón liggja saman á sjúkrahúsi en tilefnið var sérstakt.
Sirrý hefur lifaði við skert lífsgæði undanfarin ár þar sem nýru hennar voru komin niður í 7% starfsemi.
„Veigar, maðurinn minn til 25 ára, vildi vera fyrstur til að láta prófa sig. Man of the house, eins og hann segir," segir Sirrý en hún fékk nýra úr Veigari.
„Ég vildi sýna fordæmi. Það er ekki sjálfsagt að fólk bjóði fram líffæri. Það er heilmikið ferli sem maður þarf að fara í gegnum,“ segir Veigar.
Aðgerðin gekk að óskum og nú segist Sirrý geta farið út að hjóla með sínum manni en: „Hann mun fá að fara í fleiri veiðiferðir í framtíðinni fyrir nýrað,“ sagði Sirrý og Veigar var mjög sáttur með það.
Stöð2 ræddi við þau hjón og meðfylgjandi er viðtal við þau sem birtist þar.