Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Veiðin gengur ágætlega í Seltjörn
Mánudagur 26. júlí 2004 kl. 18:09

Veiðin gengur ágætlega í Seltjörn

Veiðin í Seltjörn hefur gengið ágætlega það sem af er sumri. Um 1500-2000 urriðar hafa nú komið á land og frést hefur að bleikja ein sem beit á hafi verið tæp 9 pund, ekki amalegt það. Tæpir tveir mánuðir eru síðan sleppt var síðast í Seltjörn og samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru veiðigestir, sér í lagi sumarkortshafar, mjög ánægðir með ferðir sínar þangað.

Til stendur að bæta aðstöðuna við Seltjörn en þar er von á nýjum sumarbústað þar sem kaffiaðstaða verður fyrir hendi. Fyrir þá sem hyggja á veiði í Seltjörn er gagnlegt að líta á vefinn www.seltjorn.net og afla sér upplýsinga hvernig skuli bera sig að við vatnið. Á vefnum má einnig finna heilræði sem koma sér vel fyrir þá sem ókunnugir eru vatninu.

VF-mynd/ úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024