Veiðimaður vikunnar: Situr enn í mér þegar ég missti þann stóra
Veiðimaðurinn: Gunnar Oddsson forstöðumaður hjá TM og gamall knattspyrnukappi.
„Ég eins og flestir pjakkar á mínum aldri byrjaði að veiða á stöng við bryggjurnar hér í Keflavík, En alvöru veiðiskapur hófst kannski fyrir 13 eða 14 árum. Félagskapurinn og nálægðin við náttúruna gefa mér mikið,“ segir knattspyrnukappinn Gunnar Oddsson sem er veiðimaður vikunnar að þessu sinni hjá Víkurfréttum.
Uppáhaldsveiðiá: Hjá mér er Iðan í miklu uppáhaldi, þar hef ég átt margar af mínum bestu stundum í veiðinni, Vatnsdalsánni hef ég verið að kynnast undanfarin tvö ár og er á leiðinni til hennar í þriðja skiptir núna í byrjun September. Laxá í Mývatnsveit er síðan alveg ótrúlegt fyrirbæri, þar ertu með silungsveiði á heimsmælikvarða.
Fyrsti fiskur á stöng kom: Ef frá er talinn aflinn við bryggjurnar hér í gamla daga þá fékk ég fyrsta flugufiskinn í Brúará, nánartiltekið í Kerlingarvíkinni. Þar var ég ásamt nokkrum félögum og eftir afbragðs leiðsögn hjá Gutta Björgvins, lá fallegast bleikja á bakkanum og veiðibakterían búin að hreiðra um sig. Brúaráin toga alltaf heilmikið í mig og þá sérstaklega á vorin.
Eftirminnilegasta stundin í veiðinni: Margar stundir eftirminnilegar, en það situr enn í mér þegar ég missti mjög stóran fisk á Iðu í einum af mínum fyrstu laxveiðitúrum, nánartiltekið 1. júlí árið 2000 klukkan 10:30. Viðureingin stóð í rúmar 45 mínútur og reyndi vel á óharðnaðan veiðimanninn, stórlaxinn slapp og skildi veiðimanninn eftir með tár á hvarmi. Ég hef veitt lengst við Iðu og verið þar í holli með frábærum félögum.
Uppáhalds flugan: Skröggur, Black Ghost, Bluce Charm og Babbinn.
Stærsti fiskurinn sem ég hef veitt, hvar og hvenær: Stærsti lax er veiddur í Iðu 83 cm í júlí 2005. Þetta var nýgegninn fiskur sem straujaði um allt eins og tundurskeyti, hann er gríðarlega öflugur þessi Iðustofn. Stærsti silungur var 73 cm sjóbirtings hængur tekinn á Black Ghost við Iðu í ágúst 2007.
Veiðin í sumar 2011: Mývatssveitin, Iðan, Brúará, Vatnsdalsá og Affall.