Veiðikeppni í Seltjörn um helgina
Helgina 24. til 26. júní verður haldin veiðikeppni í Seltjörn. Frábærir vinningar eru í boði fyrir stærstu fiskana og eru allir velkomnir. Það fer þannig fram að veiðimaður kaupir dagsleyfi fyrir 2.500,- krónur og má veiða allt að 5 fiska. Kaupa má fleiri en 1 dagsleyfi hinsvegar. Keppnin stendur á milli 10:00 og 22:00 dagana alla helgina og í lok hennar verða vinningshafar tilkynntir.
Reglur:
Ekki er hægt að nota almenn veiðileyfi til þáttöku.
Bannað er að sleppa veiddum fiski, þátttökuréttur fellur úr gildi ef það er gert.
Aðeins má nota eina stöng á hvern þátttökuseðil.
Vinningar í boði er:
1. verðlaun: Shakespeare Fly fluguveiðistöng og Shakespear Omnix hjól
2. verðlaun: Mitchell kaststöng og Mitchell hjól
3. verðlaun: 10 fiska veiðileyfi
4. verðlaun: 5 fiska veiðileyfi
5. verðlaun: Tobix spúnsett
[email protected]