Vegleg gjöf frá Kvenfélagi Grindavíkur
Kvenfélagskonurnar Sólveig Ólafsdóttir og Karen Elíasdóttir komu færandi hendi í Hópsskóla í Grindavík í vikunni. Meðferðist höfðu þær þrjár saumavélar sem þær afhentu yngstastiginu fyrir hönd Kvenfélags Grindavíkur.
Kristín Gísladóttir textílkennari var að vonum glöð þar sem þær vélar sem hún hefur notast við undanfarið eru orðnar óttaleg skrapatól.
Vefur Grindavíkurbæjar greinir frá.