Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

VefTV: Sandgerðingar nota hugvitið í grjóthreinsun
Þriðjudagur 19. febrúar 2013 kl. 13:41

VefTV: Sandgerðingar nota hugvitið í grjóthreinsun

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði stækkaði í 18 holur fyrir tveimur árum síðan. Nokkrir framtakssamir aðilar í Golfklúbbi Sandgerðis hafa undanfarið unnið hörðum höndum að því að grjóthreinsa þriðju braut vallarins.

Sandgerðingar beita góðri aðferð en þeir bora niður í grjótið, festa bolta og hífa svo upp jörðinni með vinnuvél. Í innslaginu hér að neðan er rætt við Guðmund Einarsson, framkvæmdastjóra GSG um grjóthreinsun á vellinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigríður Erlingsdóttir var nýverið kjörin nýr formaður GSG en hún er fyrsti kvenmaðurinn til að taka við formannsembætti hjá klúbbnum. Rætt var við hana á þessum tímamótum.

Innslagið er hluti af sjónvarpsþættinum „Suðurnesjamagasín“ sem framleiddur er af Víkurfréttum og sýndur á Sjónvarpsstöðinni ÍNN.