Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VefTv: Kynngimagnað umhverfi Bláa lónsins gerði útslagið
Föstudagur 26. október 2007 kl. 18:21

VefTv: Kynngimagnað umhverfi Bláa lónsins gerði útslagið

Sumarið 1999 var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Bláa Lóninu að opna með viðhöfn glæsilegar nýbyggingar sem þá var verið að taka í notkun. Í fylgd með Ólafi var fögur kona sem enginn vissi hver var og því voru viðstaddir svo sem ekkert að spá neitt sérstaklega í það. Nema nokkrir forvitnir blaðamenn sem fóru að spyrja síðar um daginn hver þessi glæsilega kona var sem þarna hafði sést í fylgd með forsetanum.

Það varð uppnám í íslenska fjölmiðlaheiminum þegar í ljós kom hvernig í pottinn var búið. Í ljós kom að Víkurfréttamenn voru þeir einu sem tekið höfðu mynd af þessari konu. Síminn hringdi alloft á skrifstofu Víkurfrétta þennan dag af fjölmiðlum sem vildu ólmir fá myndina.
Það var sumsé þarna sem landsmenn heyrðu fyrst af Dorritt Moussaief, sem síðar varð eiginkona forsetans.

Ólafur Ragnar vakti mikla kátínu viðstaddra þegar hann rifjaði upp þessa skemmtilegu sögu í gær þegar hann og Dorritt voru aftur mætt í Bláa lónið í sama tilgangi og fyrir átta árum.  Vildi Ólafur meina að kynnigmagnað umhverfi Bláa lónsins hefði haft sín áhrif á það sem á eftir kom.

Sjá nánar í vefsjónvarpi VF hér á vefnum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024